Kiruna sængin er nátturulegur kostur fyrir þá sem kjósa heilbrigðan og góðan svefn. Fyllingin Kapok eru nátturulegar trefjar úr fræhárum frá villtum kapok trjám sem vaxa í suðrænum regnskógum. Vegna einstakrar trefjaruppyggingar hefur kapok framúrskarandi einangrun, hitastillandi og bakteríudrepandi eiginleika. Auk þess flytur kapok raka frá líkamanum án þess að taka hann í sig. Sænginn er með Oeko-tex standard 100 vottun
Kapoktréð framleiðir nokkur hundruð fræhylki og það er í þessum hylkjum sem kapoktrefjarnar finnast. Trén eru ekki felld við uppskeru hylkjanna og því er hægt að taka trefjarnar ár eftir ár. Engar dýratrefjar eru notaðar við framleiðslu á vörum með kapok. Þess vegna er KIRUNA sænginn líka 100% vegan. Kapok er sérstaklega mælt með fyrir ofnæmissjúklinga þar sem það inniheldur náttúrulegt beiskt efni sem gerir kapok trefjar ónæmar fyrir húsrykmaurum, myglu og meindýrum. Vara með kapok er bakteríudrepandi og ofnæmisvæn og stuðlar að heilbrigðu svefnumhverfi.