Náttúruleg rúmfræðileg hönnun og fáguð trésmíði mætast í þessu einstaka stofuborði, sem Christian Winther Johannsen hannaði og framleiddi sem gjöf handa eiginkonu sinni árið 2015. Markmiðið var að búa til svokallaðan „hyperboloid“ úr eik og útkoman varð skúlptúrískt kaffiborð sem sameinar lögmál stærðfræði, náttúrulegra efna og fagurfræði. Færir danskir smiðir sjá til þess að öll 48 viðarstykkin séu framleidd og sett saman af mikilli nákvæmni til að skapa loksins falleg sjónræn áhrif þess að viðurinn snúist í kringum sig. Fallega toppplatan í 8 mm hertu gleri svífur glæsilega ofan á viðarbotninn sem gefur borðinu létt og loftgott yfirbragð. HYPERBEL stofuborðið lýsir sér í hvaða stíl sem er og verður með skúlptúrskuggamyndinni miðpunkturinn í innréttingunni. HYPERBEL kemur í þrem mismunadi stærum, með glerplötu 100cm eða 80cm, eða með niðurfelldri glerplötu í fótinn 50cm. Gegnheil FSC vottuð eik, Olíuborinn, hvítolíuborinn eða dökkbæsuð. Glerplötuna er hægt að fá glæra eða bronsaða.