Space 5300 er vandaður og einstaklega þægilegur rafstillanlegur hvíldarstóll með viðaráferð á hliðum. Stóllinn er búinn innbyggðri rafhlöðu þannig að engar snúrur liggja meðfram gólfum. Hægt er að stilla bak og skammel í sitthvoru lagi fyrir hámarksþægindi.
Höfuðpúði er stillanlegur bæði á hæð og fram fyrir aukinn stuðning við háls og höfuð. Space 5300 býður upp á nánast óteljandi möguleika í leður- og tauútfærslum ásamt fjölbreyttum viðaráferðum á hliðum. Stóllinn kemur á 360° snúningsfæti sem hægt er að panta í mörgum útfærslum.