Hvíldarstóll frá Noregi. SPACE 3400 Power er þægilegur og nettur rafstillanlegur hvíldarstóll með innbyggðri rafhlöðu. Snúrur meðfram gólfum eru þannig með öllu óþarfar. Stóllinn er aðeins 74 cm á breidd og hentar því sérstaklega vel þar sem pláss er takmarkað.
SPACE 3400 kemur á 360° snúningsfæti sem hægt er að fá í hinum ýmsu útfærslum. Með upphækkanlegum höfuðpúða, sem einnig er hægt að leggja fram, finnur þú auðveldlega rétta stellingu fyrir góða afslöppun. Stóllinn kemur alklæddur leðri í miklum fjölda lita og áferða, auk þess sem hann er fáanlegur í fallegu og slitsterku tauáklæði.